29. apríl 2021

Handbók vinnuskóla

Embættið hefur gefið út Handbók vinnuskóla 2021. Í handbókinni er meðal annars að finna leiðbeiningar um endurmat ungmenna á vinnuskólanum, sjálfsrýni ungmenna og annað áhugavert efni um starfsemi vinnuskóla. 

Í flestum sveitarfélögum er vinnuskóli starfræktur fyrir ungmenni yfir sumartímann. Mikilvægt er að sveitarfélög séu meðvitum um hvert markmið vinnuskólans er sem er meðal annars að gefa börnum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu.

Handbók umboðsmanns barna, Vinnuskóli sveitarfélaga fræðsla – öryggi- ábyrgð. 

 

Þá stóð umboðsmaður barna fyrir könnun árið 2018 meðal sveitarfélaga um vinnuskóla sem reknir eru á þeirra vegum og í janúar 2019 gaf umboðsmaður út skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar . Niðurstöðurnar leiddu í ljós að skerpa þarf á regluverki því er tekur til reksturs vinnuskóla auk þess sem auka þarf meðvitund sveitarfélaga um ábyrgð þeirra, einkum hvað varðar öryggis- og fræðslumál.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica