7. febrúar 2019

Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

Embættið hefur gefið út skýrslu um niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um vinnuskóla fyrir ungmenni. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á fundi sem haldinn var þann 8. nóvember 2018 í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Hagstofu Íslands þar sem sjónum var beint að atvinnuþátttöku barna.

Embættið hefur gefið út skýrslu um niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um vinnuskóla fyrir ungmenni. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á fundi sem haldinn var þann 8. nóvember 2018 í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og Hagstofu Íslands þar sem sjónum var beint að atvinnuþátttöku barna. 

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði. 

Niðurstöður könnunarinnar gefur fullt tilefni til að skerpa enn betur á því regluverki sem tekur til starfs vinnuskólanna og að samræma betur skipulag og starfsemina frekar milli sveitarfélaga. 

Embættið hyggst fylgja þessari skýrslu eftir með áframhaldandi samtali við sveitarfélögin og aðra þá sem koma að vinnu barna og ungmenna um þau tækifæri sem felast í vinnuskólanum til fræðslu og eflingar ungmenna. 

Þá hyggst embættið framkvæma könnun meðal ungmenna sem tekið hafa þátt í starfi vinnuskólanna. 

Umboðsmaður barna færir sérstakar þakkir til sveitarfélaga landsins fyrir þátttökuna og til þess starfsfólks sveitarfélaga sem veittu verkefninu liðsinni sitt með því að svara könnuninni. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica