12. október 2016

Krakkafræðsla fyrir alþingismenn

Umboðsmaður barna, Krakkarúv og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hafa staðið að samstarfsverkefni í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Verkefnið miðar að því að auka samskipti barna við ráðamenn og sömuleiðis að fræða þá um réttindi barna.

Umboðsmaður barna, Krakkarúv og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hafa staðið að samstarfsverkefni í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Verkefnið miðar að því að auka samskipti barna við ráðamenn og sömuleiðis að fræða þá um réttindi barna. Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hefur staðið fyrir réttindafræðslu fyrir þá stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingiskosninga.

Hér má sjá skemmtilegt innslag úr Krakkafréttum þar sem fulltrúar úr ráðgjafarhópnum skýra betur hvernig fræðslan fer fram. Enn sem komið er hafa einungis tveir stjórnmálaflokkar óskað eftir réttindafræðslu. Hægt er að óska eftir fræðslu frá ráðgjafarhópnum í gegnum tölvupóstfangið radgjafarhopur@barn.is.

 

Krakkafræðsla fyrir alþingismenn

Er þinn stjórnmálaflokkur búinn að fá réttindafræðslu?


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica