7. október 2016

Myndbönd um nemendafélög og skólaráð

SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa látið gera hreyfimyndir um skólaráð og nemendafélög í grunnskólum. Myndböndin voru frumsýnd í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 5. október.

SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa látið gera hreyfimyndir um skólaráð og nemendafélög í grunnskólum. Myndböndin voru frumsýnd í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 5. október.

 

Mynd frá frumsýningu myndbandanna um skólaráð og nemendafélög

Við frumsýningu myndbandanna: Margrét María umboðsmaður barna, Skúli Helgason formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bryndís Jónsdóttir formaður Samfok, Vigdís Skarphéðinsdóttir meðlimur ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og Þórey Mjallhvít hjá Freyja filmwork.  

 

Myndböndin eru fyrst og fremst hugsuð til fræðslu fyrir aðila skólasamfélagsins og alla aðra sem koma að starfi og rekstri grunnskólanna.  Um er að ræða hreyfimyndir sem fræða áhorfandann um helsta hlutverk og ábyrgð þeirra sem sitja í skólaráði og stjórnum nemendafélaga. Við gerð þeirra var litið til ákvæða grunnskólalaga sem gilda um nemendafélög, laga og reglugerðar um skólaráð og síðast en ekki síst Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Myndböndin eru unnin í samvinnu við hreyfimyndagerðina FREYJU.

 

Hér er hægt að nálgast myndböndin. 

Hér er hægt að fræðast nánar um hlutverk nemendafélaga og skólaráða. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica