5. október 2016

Frumsýning á myndböndum um nemendafélög og skólaráð

Í dag frumsýna SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli með stuðningi Reykjavíkurborgar, myndband um nemendafélög í grunnskólum og myndband um skólaráð í grunnskólum.

Í dag frumsýna SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli með stuðningi Reykjavíkurborgar:

Myndband um nemendafélög í grunnskólum
Myndband um skólaráð í grunnskólum


Frumsýningin fer fram í sal Breiðholtsskóla í dag 5. október kl. 12.45.  Öllum er frjálst að koma meðan húsrúm leyfir.

 

Frumsyning


Myndböndin eru hugsuð til fræðslu fyrir nemendur, foreldra, starfsfólk grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva, og alla þá sem koma að rekstri og þróun skóla- og frístundastarfs.


Við gerð myndbandanna var litið til ákvæða grunnskólalaga sem gilda um nemendafélög, laga og reglugerðar um skólaráð og síðast en ekki síst Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Myndböndin eru unnin í samvinnu við hreyfimyndagerðina FREYJU.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica