2. júlí 2021

Ársskýrsla 2020

 

Umboðsmaður barna átti fund með forsætisráðherra og kynnti fyrir henni skýrslu embættisins fyrir árið 2020.

Í dag átti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem ráðherra var afhent skýrsla um starfsemi embættisins á síðasta ári.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um skýrslu embættisins til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, þar sem settar voru fram ábendingar um aðgerðir sem stjórnvöld verða að grípa til og sem miða að áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans. Í ársskýrslunni er einnig fjallað um tímabundinn flutning embættisins til Egilsstaða í mars mánuði á síðasta ári, en markmið þess verkefnis var að styrkja tengsl við börn og þá aðila sem vinna að málefnum barna um allt land.

Einnig er fjallað um nýja vefsíðu embættisins sem fór í loftið á síðasta ári, en vefurinn vann til verðlauna sem besti samfélagsvefurinn. Hin nýja vefsíða tekur sérstakt mið af þörfum barna fyrir upplýsingar við hæfi og ráðgjöf um eigin réttindi í samræmi við áherslu embættisins á þátttöku og valdeflingu barna.

Ársskýrsla 2020


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica