16. nóvember 2016

Dagur mannréttinda barna

Afmælisdagur Barnasáttmálans, 20. nóvember, verður nú helgaður fræðslu um mannréttindum barna ár hvert. Samtökunum Barnaheillum - Save the Children á Íslandi hefur verið falið að sjá um framkvæmd á þessum degi og hafa samtökin sett upp upp sérstakt vefsvæði helgað þessari fræðslu.

Afmælisdagur Barnasáttmálans, 20. nóvember, verður nú helgaður fræðslu um mannréttindum barna ár hvert. Samtökunum Barnaheillum - Save the Children á Íslandi hefur verið falið að sjá um framkvæmd á þessum degi og hafa samtökin sett upp upp sérstakt vefsvæði helgað þessari fræðslu. 

Að þessu sinni ber 20. nóvember upp á sunnudag og því eru leik-, grunn- og framhaldsskólar hvattir til að helga föstudaginn 18. nóvember mannréttindum barna. Nánari upplýsingar eru hér á vefsíðu Barnaheilla - Save the children á Íslandi. Á þeirri síðu er hægt  að finna ýmsar upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem allir skólar geta nýtt sér í tilefni dagsins. 

Inni á svæðinu eru einnig tenglar á stutt myndbönd þar sem börn á öllum aldri svara spurningum um mannréttindi barna. Við hvetjum kennara til að sýna myndböndin á deginum sjálfum. Þá er hvatt til þess að skólar sýni  afrakstri verkefnanna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #dagurmannrettindabarna. 

 

24 Thekkja Rettindi Sin

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica