24. júní 2021

Meðferð eineltismála

Margar ábendingar sem berast embættinu varðar einelti og erfið samskipti í grunnskólum. Í upphafi júnímánuðar sendi umboðsmaður barna ásamt fleiri hagaðilum bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna þeirra mála. 

Bréfið sem dagsett er 7. júní er bent á að þörf væri á frekari úrræðum til þess að aðstoða sveitarfélög, skóla, foreldra og nemendur í eineltismálum og þegar um erfið samskipti er að ræða. Mikilvægt sé að börn geti á fyrstu stigum máls leitað til hlutlauss aðila vegna þeirra mála. 

Þá sé tilefni til þess að ráðast í frekari breytingar til að efla starfsemi fagráðs eineltismála, einkum ráðgjefandi hlutverk þess. Í bréfinu segir m.a.:

 

Það er til að mynda mikilvægt að skólar fái frekari stuðning við gerð eineltisáætlana en algengt er að skólar leiti til fagráðsins með slíkar beiðnir. Það er aðkallandi að brugðist verði við þessu ákalli fagráðsins og tryggt verði að það geti gengt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti.

 

Auk umboðsmanns barna er bréfið undirritað af fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Grunni, félagi fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Félagi grunnskólakennara, Skólastjórafélagi Íslands og Heimilis og skóla. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica