8. nóvember 2016

Menntamálastofnun stofnar ungmennaráð

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar. Í ráðinu sitja fulltrúar Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanns barna, UMFÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar. Í ráðinu sitja fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna auk fulltrúa frá ungmennaráðum Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, UMFÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Hlutverk ungmennaráðs Menntamálastofnunar er að vera ráðgefandi fyrir stofnunina um málefni og verkefni sem snúa að börnum og ungmennum. Menntamálastofnun vill að ungmenni séu þátttakendur í ákvarðanatöku innan stofnunarinnar og stofnun ungmennaráðsins er mikilvægur þáttur í þeirri ákvörðun. Vert er að minna á að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar. Mikilvægt sé að aðildarríki tryggi börnum rétt og aðstæður til að koma skoðunum sínum á framfæri og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.

Umboðsmaður barna fagnar þessu framtaki og hvetur aðrar stofnanir til að feta sama veg. 

16 Skodanir Og Tru

Nánari upplýsingar um ungmennaráðið má finna hér á heimasíðu Menntamálastofnunar.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica