Fréttir (Síða 25)

Fyrirsagnalisti

31. mars 2021 : Skólahúsnæði Fossvogsskóla

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til borgarstjóra þar sem m.a. er kallað eftir því að Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á viðbrögðum og aðgerðum vegna ástands á húsnæði Fossvogsskóla. 

27. mars 2021 : Samfélagsvefur ársins 2020

Íslensku vefverðlaunin voru veitt með hátíðlegum hætti í gær í beinu streymi. Vefur umboðsmanns barna sigraði í flokknum "Samfélagsvefur ársins". 

26. mars 2021 : Barn.is tilnefnt til verðlauna

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) verða veitt í kvöld. Vefur umboðsmanns barna er tilnefndur í tveimur flokkum, sem opinber vefur ársins og samfélagsvefur ársins. 

8. mars 2021 : Vegna framkvæmdar samræmdra prófa

Í samræmdu könnunarprófi í íslensku sem lagt var fyrir 9. bekk í morgun komu upp tæknileg vandamál í prófakerfi, sem urðu þess valdandi, að fresta þurfti próftöku. 

15. febrúar 2021 : Frásagnir barna af heimsfaraldri

Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hafði stórtæk áhrif og grípa þurfti til umfangsmikilla takmarkana til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Umboðsmaður barna ákvað því að óska aftur eftir frásögnum barna í nóvember 2020. 

12. febrúar 2021 : Heimsókn í Kerhólsskóla

Umboðsmaður barna heimsótti nokkra nemendur í Kerhólsskóla og fræddi þau meðal annars um Barnasáttmálann og embættið.

5. febrúar 2021 : Bréf um talmeinaþjónustu

Embættið sendi bréf til heilbrigðisráðuneytisins vegna biðtíma barna eftir talmeinaþjónustu þrátt fyrir fjölgun útskrifaðra talmeinafræðinga. En biðtími eftir slíkri þjónustu getur verið allt að 36 mánuðir. 

19. janúar 2021 : Ofbeldi gegn fötluðum börnum

Umboðsmaður barna ásamt Þroskahjálp og Tabú hafa sent bréf til dómsmálaráðuneytisins og Dómstólasýslunnar. Bréfið varðar ofbeldi gegn fötluðum börnum. 

4. janúar 2021 : Frítt í strætó fyrir 11 ára og yngri

Börn sem eru 11 ára og yngri geta nú ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Í umræðum á barnaþingi 2019 var töluverð áhersla lögð á að frítt yrði í strætó fyrir börn. 

Síða 25 af 30

Eldri fréttir (Síða 25)

Fyrirsagnalisti

16. febrúar 2017 : Áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu

Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu. Þar kemur m.a. fram að frumvarpið gangi þvert á hagsmuni barna og brjóti gegn réttindum þeirra.

15. febrúar 2017 : Tómstundadagurinn 2017

Tómstundadagurinn er ráðstefna sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hafa haldið undanfarin tvö ár. Þemað er einelti og verður haldin 3. mars nk.

7. febrúar 2017 : Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.

12. janúar 2017 : Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittir forseta Íslands

Ráðjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með forseta Íslands í gær. Þátttaka barna í samfélaginu bar helst á góma á fundinum. Rætt var um kosti þess að lækka kosningaaldurinn í 16 ára og hve slík breyting hefði í för með sér hvað varðar möguleika barna að hafa áhrif á sitt samfélag.

3. janúar 2017 : Tannlækningar 3 - 17 ára barna nú gjaldfrjálsar

Umboðsmaður barna vekur athygli á að 4 og 5 ára börn eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Það þýðir að kostnaður vegna tannlækninga barna frá 3 - 17 ára er nú að fullu greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, að árlegu komugjaldi frátöldu sem er 2.500 kr.

28. desember 2016 : Fjölskyldumiðstöð lokað

Umboðsmaður barna fékk fregnir af því að það stæði til að loka starfsemi Fjölskyldumiðstöðvarinnar sem Rauði krossinn hefur rekið um árabil. Starfsemi miðstöðvarinnar hefur reynst fjölskyldum mikilvægur stuðningur í erfiðum málum og þykir það miður að starfsemi hennar skuli lokið. Umboðsmaður barna sendi því bréf til velfeðarráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Rauða krossins vegna þess.

23. desember 2016 : Bréf til ráðuneyta varðandi hagsmuni og sjónarmið barna

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneytana, starfsmenn þeirra og undirstofnana. Tilgangur bréfsins er að minna á inntak tveggja grundvallarreglna sáttmálans, sem finna má í 3. og . 12. gr. hans.

21. desember 2016 : Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.
Síða 25 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica