Fréttir (Síða 25)

Fyrirsagnalisti

8. maí 2021 : Barnaþing haldið í annað sinn

Á næstu dögum eiga 350 börn um land allt von á bréfi frá umboðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á Barnaþing sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 18. - 19. nóvember nk. Barnaþingið er nú haldið í annað sinn en fyrsta þingið var haldið í Hörpu 2019 og þótti takast einstaklega vel.  

29. apríl 2021 : Handbók vinnuskóla

Embættið hefur gefið út Handbók vinnuskóla 2021. Í handbókinni er meðal annars að finna leiðbeiningar um endurmat ungmenna á vinnuskólanum, sjálfsrýni ungmenna og annað áhugavert efni um starfsemi vinnuskóla. 

23. apríl 2021 : Barnasáttmálinn og sóttvarnaraðgerðir

Umboðsmaður barna hefur sent erindi til forsætisráðherra vegna mats á þeim áhrifum sem sóttvarnaraðgerðir hafa á börn. 

19. apríl 2021 : Fyrsta græna skrefið stigið

Embætti umboðsmanns barna tók við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir að ljúka fyrsta græna skrefinu. 

12. apríl 2021 : Svefnlyfjanotkun barna

Umboðsmaður barna sendi bréf til Embættis landlæknis vegna aukningu á notkun svefnlyfja meðal barna. Í bréfinu er óskað eftir ýmsum upplýsingum sem varðar m.a.  leiðbeiningar til heilbrigðisstararfsfólks og fræðslu til almennings. 

31. mars 2021 : Skólahúsnæði Fossvogsskóla

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til borgarstjóra þar sem m.a. er kallað eftir því að Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á viðbrögðum og aðgerðum vegna ástands á húsnæði Fossvogsskóla. 

27. mars 2021 : Samfélagsvefur ársins 2020

Íslensku vefverðlaunin voru veitt með hátíðlegum hætti í gær í beinu streymi. Vefur umboðsmanns barna sigraði í flokknum "Samfélagsvefur ársins". 

26. mars 2021 : Barn.is tilnefnt til verðlauna

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) verða veitt í kvöld. Vefur umboðsmanns barna er tilnefndur í tveimur flokkum, sem opinber vefur ársins og samfélagsvefur ársins. 

8. mars 2021 : Vegna framkvæmdar samræmdra prófa

Í samræmdu könnunarprófi í íslensku sem lagt var fyrir 9. bekk í morgun komu upp tæknileg vandamál í prófakerfi, sem urðu þess valdandi, að fresta þurfti próftöku. 

Síða 25 af 31

Eldri fréttir (Síða 25)

Fyrirsagnalisti

16. febrúar 2017 : Áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu

Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu. Þar kemur m.a. fram að frumvarpið gangi þvert á hagsmuni barna og brjóti gegn réttindum þeirra.

15. febrúar 2017 : Tómstundadagurinn 2017

Tómstundadagurinn er ráðstefna sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hafa haldið undanfarin tvö ár. Þemað er einelti og verður haldin 3. mars nk.

7. febrúar 2017 : Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.

12. janúar 2017 : Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittir forseta Íslands

Ráðjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með forseta Íslands í gær. Þátttaka barna í samfélaginu bar helst á góma á fundinum. Rætt var um kosti þess að lækka kosningaaldurinn í 16 ára og hve slík breyting hefði í för með sér hvað varðar möguleika barna að hafa áhrif á sitt samfélag.

3. janúar 2017 : Tannlækningar 3 - 17 ára barna nú gjaldfrjálsar

Umboðsmaður barna vekur athygli á að 4 og 5 ára börn eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Það þýðir að kostnaður vegna tannlækninga barna frá 3 - 17 ára er nú að fullu greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, að árlegu komugjaldi frátöldu sem er 2.500 kr.

28. desember 2016 : Fjölskyldumiðstöð lokað

Umboðsmaður barna fékk fregnir af því að það stæði til að loka starfsemi Fjölskyldumiðstöðvarinnar sem Rauði krossinn hefur rekið um árabil. Starfsemi miðstöðvarinnar hefur reynst fjölskyldum mikilvægur stuðningur í erfiðum málum og þykir það miður að starfsemi hennar skuli lokið. Umboðsmaður barna sendi því bréf til velfeðarráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Rauða krossins vegna þess.

23. desember 2016 : Bréf til ráðuneyta varðandi hagsmuni og sjónarmið barna

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneytana, starfsmenn þeirra og undirstofnana. Tilgangur bréfsins er að minna á inntak tveggja grundvallarreglna sáttmálans, sem finna má í 3. og . 12. gr. hans.

21. desember 2016 : Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.
Síða 25 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica