29. október 2021

Síminn í ólagi

Embættið hefur nú flutt skrifstofuna sína á nýjan stað í Borgartúni 7b. Við það tækifæri var símkerfið endurnýjað en sá flutningur hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Unnið er að því að koma símanum í lag. 

Í upphafi þessa mánaðar flutti embættið skrifstofu sína í Borgartún 7b. Sá flutningur bar fljótt að vegna leka á fyrri stað og erum við að vinna hörðum höndum við að koma starfseminni í sitt horf. Eitt af því var að endurnýja símkerfið, sem var komið vel til ára sinna, og flytja yfir í tölvusíma. Sú breyting hefur tekið lengri tíma en áætlað var en sem fyrr er hægt er að ná í okkur í gegnum tölvupóst eða með spjalli á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 

Föstudaginn 5. nóvember næstkomandi verður umboðsmaður með opið hús fyrir sína velunnara og samstarfsaðila frá klukkan 12:30 - 14:00. Allir hjartanlega velkomnir. 

Opid-hus


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica