12. janúar 2017

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittir forseta Íslands

Ráðjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með forseta Íslands í gær. Þátttaka barna í samfélaginu bar helst á góma á fundinum. Rætt var um kosti þess að lækka kosningaaldurinn í 16 ára og hve slík breyting hefði í för með sér hvað varðar möguleika barna að hafa áhrif á sitt samfélag.

Ráðjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með forseta Íslands í gær. Þátttaka barna í samfélaginu bar helst á góma á fundinum. Rætt var um kosti þess að lækka kosningaaldurinn í 16 ára, hvað slík breyting hefði í för með sér og möguleika barna að hafa áhrif á sitt samfélag. 

Þá benti hópurinn forsetanum á að hann hefði einnig unnið Krakkakosningar og hann væri því ekki síður forseti allra barna. Hann ætti því að hafa réttindi barna að leiðarljósi í sínu starfi. 

Ráðgjafarhópurinn sá um "snapchat" aðgang RÚV meðan á þessu stóð og vöktu innlegg hópsins mikla eftirtekt. Nánar verður fjallað um fundinn með forsetanum í Krakkafréttum. 

 Ráðgjafarhópurinn ásamt umboðsmanni barna fyrir utan Bessastaði

 

 

Ráðgjafarhópur ásamt forseta Íslands og starfsfólki umboðsmanns barna

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica