17. september 2021

Kosið fyrir framtíðina

Vel heppnaður kosningafundur barna var haldinn í gær í Hörpu. Á fundinum spurðu börn frambjóðendur spjörunum úr um málefni sem snúa að börnum.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hélt vel heppnaðan kosningafund barna í Hörpu í gær. Á fundinum tóku þátt fulltrúar frá níu framboðum, Framsókn, Samfylkingunni, Flokki fólksins, Sósíalistaflokki Íslands, Miðflokknum, Sjálfstæðisflokki, Pírötum , Vinstri Grænum og Viðreisn. 

Við erum að halda þennan viðburð því okkur finnst mikilvægt að kjósendur viti hvaða flokkar eru að setja réttindi barna í forgang 

Fundurinn hófst á ávarpi Salvarar Nordal, umboðsmanni barna og fiðlukór frá Nýja tónlistarskólanum. 

mynd með frétt

Þá var framboðum skipt upp í þrjá hópa og fékk hver fulltrúi tvær mínútur til að svara spurningum frá börnum. Allir fyrir utan þá flokka sem eru í ríkisstjórn fengu spurninguna "Hvað hafið þið í hyggju að gera í málefnum barna?". Fulltrúar ríkisstjórnaflokkana fengu spurninguna "Hvað hafið þið gert við niðurstöður Barnaþings 2019, sem ykkur voru afhentar í fyrra?"

Mynd með færslu

Mynd með færslu

Mynd með færslu


Hér fyrir neðan er hægt að sjá fundinn í heild sinni en á næstu dögum munum við einnig birta vel valin brot hér á vefsíðunni og á Facebook síðu umboðsmanns barna. 

https://player.vimeo.com/video/606442153?h=a86d5e8ea8&badge=0&autopause=0&player_id=0&app_id=58479 Fréttin verður uppfærð.



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica