15. september 2021

Kosningafundur barna

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna efnir til fundar með fulltrúum þeirra framboða sem bjóða fram til næstu alþingiskosninga. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna fyrir þingkosningarnar.

Á fundinum spyrja börn frambjóðendur um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á þeim. Meðal spyrjenda eru fulltrúar frá barnaþingi árið 2019, en næsta barnaþing mun fara fram í Hörpu 18.-19 nóvember nk. Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu, fimmtudaginn 16. september frá kl.  15:30 - 16:30 og verður tekinn upp beint. Fundurinn verður aðgengilegur hér á vefsíðunni fljótlega að honum loknum. 

Krakkakosningar fara fram í næstu viku

Dagana 21. og 22. september fara fram krakkakosningar í fjölmörgum grunnskólum landsins en þær eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna og RÚV. Niðurstöður krakkakosninga verða kynntar í upphafi kosningasjónvarpsins þann 25. september nk.

Fundurinn hefst á framsögum tveggja fulltrúa úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, sem munu kynna helstu niðurstöður barnaþings 2019 og starf hópsins, en hann er skipaður börnum á aldrinum 12-17 ára. Samtali við frambjóðendur verður skipt í þrjá hluta þar sem þrír til fjórir frambjóðendur verða til svara hverju sinni. Einnig verður boðið uppá létt skemmtiatriði. 

Ítarefni: 

Uppfært 16.09.2021 kl. 18:04 - Streymi frá deginum

https://player.vimeo.com/video/606442153?h=a86d5e8ea8&badge=0&autopause=0&player_id=0&app_id=58479


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica