27. september 2021

Úrslit Krakkakosninga

Krakkakosningar fóru fram í mörgum grunnskólum landsins í liðinni viku. Úrslit þeirra voru kynnt á kosningavöku RÚV laugardaginn 25. september. 

Yfir þrjúþúsund börn tóku þátt í þessum fimmtu Krakkakosningum sem haldin er í samstarfi umboðsmanns barna og KrakkaRÚV. 

Vinstri Græn voru sigurvegarar Krakkakosninga með 17,6% og þar á eftir Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Viðreisn með 10,7 og Píratar með 9,5%. Næstu flokkar voru Framsókn með 9,4%, Flokkur fólksins og Samfylking bæði með 9,3%, Miðflokkurinn með 7,8% og Sósíalistaflokkurinn með 5,8%. Þeir flokkar sem draga restina eru Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 4,8% og Ábyrg framtíð, sem bauð sig fram í Reykjarvíkurkjördæmi norður, með 2,1%. 

Niðurstöðurnar voru kynntar af Magnúsi Sigurði Jónassyni, krakkafréttamanni, á kosningavöku RÚV. 

Krakkakosningar_urslit_01


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica