Fréttir (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

20. ágúst 2021 : Ungmennaráð fundar með ríkisstjórn

Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hitti ríkisstjórn Íslands í dag, í sal Þjóðmenningarhússins. 

19. ágúst 2021 : Ráðgjafarhópur hittist á ný

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittist nú í vikunni eftir gott sumarfrí og verður með reglulega fundi í vetur til að ræða ýmis mál sem varðar réttindi barna.

2. júlí 2021 : Ársskýrsla 2020

 

Umboðsmaður barna átti fund með forsætisráðherra og kynnti fyrir henni skýrslu embættisins fyrir árið 2020.

24. júní 2021 : Meðferð eineltismála

Margar ábendingar sem berast embættinu varðar einelti og erfið samskipti í grunnskólum. Í upphafi júnímánuðar sendi umboðsmaður barna ásamt fleiri hagaðilum bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna þeirra mála. 

22. júní 2021 : Bréf um sundkennslu

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna fyrirkomulags sundkennslu í grunnskólum.

2. júní 2021 : Skólahúsnæði Fossvogsskóla - svar frá borgarstjóra

Umboðsmaður barna sendi erindi til skrifstofu borgarstjóra í lok mars vegna skólahúsnæðis Fossvogsskóla. Svar við því erindi barst í vikunni.  

28. maí 2021 : Dagur barnsins

Dagur barnsins er á sunnudaginn 30. maí og hvetjum við börn og fjölskyldur þeirra að njóta góðra og jákvæðra samveru með þeim hætti sem hentar hverjum og einum. 

27. maí 2021 : Umboðsmenn hittast

Umboðsmaður barna og umboðsmaður Alþingis hittust í vikunni og báru saman bækur sínar. 

12. maí 2021 : Umboðsmaður barna á faraldsfæti

Umboðsmaður barna flytur skrifstofu embættisins til Ísafjarðar í eina viku.

Síða 24 af 31

Eldri fréttir (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

21. mars 2017 : Tillaga til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, 3. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 17. mars 2017.

15. mars 2017 : Umboðsmaður barna fundar með forsætisráðherra

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, átti fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra í morgun en embættið heyrir undir forsætisráðuneytið. Á fundinum ræddu þau um störf og verkefni umboðsmanns barna.

7. mars 2017 : Þingmenn gerast talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum flokkum gerðust í dag talsmenn barna á Alþingi. Þeir skuldbinda sig til að hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi við störf sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þingmenn.

2. mars 2017 : Einmanaleiki - morgunverðarfundur Náum áttum

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum verður miðvikudaginn 8. mars næstkomandi. Að þessu sinni er umræðuefnið "Einmanaleiki og sjálfskaðandi hegðun ungs fólks".

1. mars 2017 : Öskudagurinn

Umboðsmaður barna tekur á móti öllum syngjandi krökkum í dag, öskudaginn.

27. febrúar 2017 : Frumvarp til fæðingar- og foreldraorlof og tryggingargjald, 84. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof og tryggingargjald, 84. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti þann 24. febrúar 2017.

23. febrúar 2017 : Fundur með starfsmönnum ráðuneyta

Umboðsmaður barna ásamt starfsfólki átti í dag fund með starfsmönnum allra ráðuneyta. Tilgangur fundarins var að ræða málefni og réttindi barna og minna á starf embættisins.

21. febrúar 2017 : Úrræði fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda - bréf til ráðherra

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til félags- og jafnréttismálaráðherra. Tilgangur bréfsins er að fá upplýsingar um meðferðarheimili vegna úrræða fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda sem áætlað hefur verið að setja á stofn og á hvaða stigi þær framkvæmdir eru.
Síða 24 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica