15. desember 2021

Fréttir af starfi Ráðgjafarhópsins

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem í eru börn á aldrinum 12 - 17 ára, hefur tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum á þessari önn.  

Ráðgjafarhópurinn hefur verið mjög virkur á síðustu mánuðum og tekið þátt í ýmsum verkefnum. Meðal annars tóku þau þátt á evrópskri ráðstefnu um þátttöku barna, rýndu fræðsluefni fyrir sóttvarnalækni og veittu umboðsmanni barna margvíslega ráðgjöf.

Síðasti fundur ráðgjafarhópsins á þessu ári fór fram fyrr í desember og mun hópurinn hittast aftur í byrjun nýs árs. 

Við minnum á að hópurinn er opinn öllum börnum á aldrinum 12-17 ára og er hægt að skrá sig í hópinn á hlekknum hér fyrir neðan. 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica