17. desember 2021

Annað grænt skref stigið

Embættið tók á móti sínu öðru grænu skrefi. Grænt skref er verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsfólks. 

Umboðsmaður barna hefur nú fengið tvö græn skref. Að þeim skrefum liggur mikil vinna að baki og hefur embættið einnig sett sér metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu með 40% samdráttarmarkmiði á stöðugildi fyrir árið 2030 miðað við árið 2019, gert innkaupagreiningu og lagt áherslu á valmöguleika fyrir grænkera á fundum og viðburðum, með stefnu á að það verði eingöngu á næstu mánuðum.

Umhverfisstofnun heldur utan um verkefnið Græn skref í ríkisrekstri.

Ítarefni


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica