Umhverfis- og loftslagsstefna

Framtíðarsýn

Embætti umboðsmanns barna ætlar að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Embættið leggur sitt af mörkum til að skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu sé náð og tekur þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Embættið fylgir lögum og reglum er lúta að fyrrgreindum málum og tekur umhverfis- og loftlagsstefnan mið af stefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda í þeim efnum.

Markmið

Markmið umhverfis- og loftlagsstefnu umboðsmanns barna er að stuðla að því að neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni verði í lágmarki.

 • Umboðsmaður barna (UB) ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á stöðugildi um 40% miðað við árið 2019.
 • UB ætlar að draga úr losun í rekstri en einnig kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2021.
 • UB stefnir á að uppfylla skilyrði allra 5 skrefa verkefnisins Grænna skrefa í ríkisrekstri um mitt ár 2022.
 • UB skipuleggur að lágmarki 2 fræðslufundi á ári fyrir starfsfólk embættisins um umhverfismál.

Umhverfis- og loftlagsstefna UB tekur mið af:

 • Leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um loftlagsstefnur opinberra aðila.
 • Skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu.
 • Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.
 • Verkefninu Grænum skrefum

Umfang

Umhverfis- og loftslagsstefna UB fjallar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt leiðbeiningum um loftslagsstefnur opinberra aðila en jafnframt um umhverfisáhrif embættisins í víðara samhengi. Haldið er grænt bókhald.

Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að fylgjast með og mæla hverju sinni:

Samgöngur - losun GHL vegna akstur á bílaleigu og leigubílum

 • losun GHL vegna flugferða
 • Fjöldi samgöngusamninga sem stofnunin gerir við starfsmenn.

Orkunotkun - rafmagns og heitavatnsnotkun á starfsstöð.

Úrgangur - Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til á starfsstöð

 • Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til á starfsstöð
 • Heildarmagn úrgangs sem fellur til á starfsstöð
 • Magn útprentaðs pappírs á starfsstöð
 • Endurvinnsluhlutfall á starfsstöð

Innkaup - Hlutfall umhverfisvottaðs skrifstofupappírs sem embættið kaupir

 • Hlutfall umhverfisvottaðrar prentþjónustu sem embættið kaupir
 • Magn ræsti og hreinsiefna sem embættið kaupir og notað er á starfsstöð
 • Hlutfall umhverfisvottaðra ræstiþjónustu sem stofnunin kaupir fyrir starfsstöð.

Gildissvið

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi UB. Hún tekur til umhverfisþátta af rekstri umboðsmanns barna og varðar alla starfsmenn stofnunarinnar.

Eftirfylgni

Umboðsmaður barna heldur Grænt bókhald sem er tekið saman og skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert.

Loftslagsstefna umboðsmanns barna er rýnd á hverju ári af starfsfólki embættisins og yfirmarkmið og undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun GHL á milli ára. Stefnan er samþykkt á starfsmannafundi og upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á heimasíðu embættisins.

Stefnan rýnd og samþykkt á starfsmannafundi umboðsmanns barna 18.10.2021


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica