7. febrúar 2017

Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.  Embættið fær töluvert af fyrirspurnum bæði frá fullorðnum og börnum og það mátti sjá nokkra aukningu á þeim fyrirspurnum sem berast embættinu eftir þessa flottu heimsókn. Það er gott að vita til þess að nemendur í Vestmannaeyjum virðast almennt vera mjög meðvitaðir og áhugasamir um sín réttindi og Barnasáttmálann í heild. 

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur verið starfræktur frá haustinu 2006 þegar Barnaskóli Vestmannaeyja og Hamarsskóli voru sameinaðir. Skólinn er aldursskiptur og eru nemendur í 1. - 5. bekk í Hamarsskóla meðan 6. - 10. bekkur er í Barnaskólanum. Skólastjóri er Sigurlás Þorleifsson. 

 

Grv02

Grv04

Grv01

 

Umboðsmaður barna hafði það markmið að vera búinn að heimsækja alla grunnskóla landsins fyrir maílok á þessu ári. Með þessari heimsókn hefur því markmiði verið náð og hafa nú allir grunnskólar landsins, 177 talsins, verið heimsóttir, annað hvort af umboðsmanni sjálfum eða starfsmanni embættisins. 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica