Þátttaka barna
Umboðsmaður barna og fulltrúi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna tóku þátt í rafrænni ráðstefnu um þátttöku barna. Á fundinum ræddu þau meðal annars um þær áskoranir sem felast í þátttöku barna og hve nauðsynlegt er að börn taki virkan þátt í samfélaginu og hafi áhrif á það.
Ráðstefnan var á vegum Evrópuráðsins og var markmið hennar að kynna góð verkefni sem fel aí sér virka þátttöku barna. Á fundinum ræddu Salvör Nordal, umboðsmaður barna og Vilhjálmur Hauksson, ráðgjafi í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og þátttakandi á barnaþingi 2019, um barnaþing og mikilvægi þess fyrir börn.