2. júní 2021

Skólahúsnæði Fossvogsskóla - svar frá borgarstjóra

Umboðsmaður barna sendi erindi til skrifstofu borgarstjóra í lok mars vegna skólahúsnæðis Fossvogsskóla. Svar við því erindi barst í vikunni.  

 

Í svari borgarstjóra kemur meðal annars fram:

 

Reykjavíkurborg leggur áherslu á að allt skóla- og frístundastarf fari fram í heilnæmu umhverfi og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi, eins og segir í Menntastefnu Reykjavíkur.

 

Allar aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi tekið mið af þessum atriðum og meginverkferill sé í undirbúningi undir forystu borgarstjóra og borgarritara í samvinnu við viðeigandi svið borgarinnar. 

Svar borgarstjóra í heild sinni.

Erindi umboðsmanns barna frá 26. mars (frétt frá 31. mars).


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica