22. júní 2021

Bréf um sundkennslu

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna fyrirkomulags sundkennslu í grunnskólum.

Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er þann 18. júní, er mennta- og menningarmálaráðherra hvattur til að taka til skoðunar fyrirkomulag í sundkennslu í grunnskólum og leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni.

Hæfniviðmið í sundi eru langt yfir það sem nauðsynlegt má telja til að nemendur geti stundað sund sem líkamsrækt á öruggan hátt að loknum grunnskóla. 

Í samtölum umboðsmanns við fjölbreyttan hóp barna um allt land hafa mörg börn kallað eftir því að gerð verði breyting á fyrirkomulagi sundkennslu í efstu bekkjum grunnskóla, m.a. með þeim hætti að sundkennsla verði gerð valkvæð að einhverju leyti. Sumir nemendur telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í sundtímum ásamt því að margir nemendur, sér í lagi hinsegin börn, hafa lýst upplifun sinni af einelti og áreitni í sundkennslu.

Uppfært 7. júlí 2021:

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica