Fréttir

Fyrirsagnalisti

25. apríl 2025 : Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og heimsins stærsta kennslustund

Heimsins stærsta kennslustund er verkefni sem miðar að því að efla fræðslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka vitund nemenda um alþjóðamál og sjálfbærni. Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í verkefninu.

11. apríl 2025 : Ráðstefna Evrópuráðs í Strasbourg og heimsókn til umboðsmanns barna í París

Í síðustu viku sótti skrifstofa embættis umboðsmanns barna ráðstefnu Evrópuráðs um réttindi barna í Strasbourg, Frakklandi og heimsótti umboðsmann barna í París.

2. apríl 2025 : Embætti umboðsmanns barna erlendis

Viðvera starfsfólks er minni á skrifstofunni fram yfir næstu helgi vegna heimsóknar til umboðsmanns barna í París og ráðstefnu í Strasbourg, Frakklandi.

26. mars 2025 : Skýrsla um barnvæna réttarvörslu kynnt

Umboðsmaður barna býður til fundar í dag, 26. mars, klukkan 12:00-13:30 í fundarsal Þjóðminjarsafnsins og fjallar um barnvæna réttarvörslu.

20. mars 2025 : Fundur um barnvæna réttarvörslu

Efnt verður til fundar um barnvæna réttarvörslu í fundarsal Þjóðminjasafnsins  miðvikudaginn 26. mars nk. 

14. mars 2025 : Skýrsla umboðsmanns Alþingis um Flatahraun

Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út skýrslu um neyðarvistun barna á Flatahrauni.

6. mars 2025 : Bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í Flatahrauni

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni.

5. mars 2025 : Bið barna eftir þjónustu, nýjar tölur

Umboðsmaður barna birtir nú í sjöunda sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu

25. febrúar 2025 : Fundur barna- og ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu 16. og 17. febrúar sl. 

Síða 1 af 30

Eldri fréttir

Fyrirsagnalisti

23. desember 2019 : Jólakveðja

Við færum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Við þökkum fyrir samfylgdina á liðnu ári og hlökkum til nýrra verkefna á nýju ári.

19. desember 2019 : Réttur barna til friðhelgi einkalífs

Umfjöllun desembermánaðar fjallar um 16. grein Barnasáttmálans sem kveður á um rétt barna til friðhelgi einkalífs.

29. nóvember 2019 : Ráðgjafar umboðsmannsins í fjölbreyttu hlutverki á barnaþingi

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna tók virkan þátt í barnaþingi og sinnti meðal annars hlutverki fréttamanna, skipuleggjenda og hátíðarstjóra á þinginu. Ráðgjafarhópurinn hefur verið hluti af starfsemi umboðsmanns barna í 10 ár og er vettvangur þar sem ungt fólk kemur saman til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Hópurinn skapar börnum tækifæri til þess að hafa áhrif á málefni sem skipta þau máli í samfélaginu.

29. nóvember 2019 : Opið hús á aðventunni

28. nóvember 2019 : Nýtt merki umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna hefur fengið nýtt merki. Það er eftir sama höfund og fyrra merkið, Þorvald Ó. Guðlaugsson, og sýnir eins og áður kríur á flugi. 

26. nóvember 2019 : Skýrsla lögð fram á barnaþingi 2019

Skýrsla um stöðu í málefnum barna í íslensku samfélagi var lögð fyrir barnaþing samkvæmt 6. gr. a. laga um umboðsmann barna.

25. nóvember 2019 : Vel heppnuðu barnaþingi lokið

Barnaþing 2019 er nú lokið en það fór fram í Hörpu þann 21. og 22. nóvember. Barnaþingið var sett á fimmtudeginum með stórglæsilegri setningarathöfn að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur sem var verndari Barnaþingsins.

19. nóvember 2019 : Réttur barna til þátttöku

Grein nóvembermánuðar fjallar um rétt barna til þátttöku og byggist á 12. gr. Barnasáttmálans.

8. nóvember 2019 : Fréttir af starfi ráðgjafarhóps

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 12 - 17 ára, hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Vinsælt hefur verið að fá fulltrúa frá hópnum til að vera með erindi við ýmis tækifæri enda hafa þau mikið fram að færa.

Síða 1 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica