Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 38)
Fyrirsagnalisti
Aðgerðir á intersex börnum
Umboðsmaður barna hefur gefið út álit um aðgerðir á intersex börnum, þ.e. börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Þegar líkama intersex barna er breytt með varanlegum hætti, í þeim tilgangi að „laga“ hann, getur það haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir barnið.
Málþing um heimilisofbeldi
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um heimilisofbeldi sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15. maí nk. kl 13-17.
Ungmennaráð funda með menntamálaráðherra
Í gær funduðu fulltrúar frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, ungmennaráði Barnaheilla og ungmennaráði UNICEF með mennta- og menningarmálaráðherra. Á fundinum var rætt um helstu málefnin sem brenna á ungmennaráðunum varðandi menntamál.
Flóttafólk
Ríkisstjórnir, Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið verða að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti til að bjarga lífi flóttafólks og ættu að endurskoða stefnu sína í þeim tilgangi að meta og koma í veg fyrir stórfelldan flótta fólks, þ.á.m. barna.
Morgunverðarfundur um einelti
Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl nk. kl. 8:15 - 10:00. Að þessu sinni verður fjallað um "Einelti - úrræði og forvarnir".
Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála, 207. mál.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um breytingatillögu, með tilliti til barnaverndar, á frumvarpi til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála sem er til umræðu hjá Velferðarnefnd. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 26. mars 2015.
Morgunverðarfundur um geðheilbrigði barna
Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda. Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sagt verður frá nýjum verkefnum sem reynst hafa vel fyrir börn og aðstandendur.
Bréf til þingmanna vegna áfengisfrumvarpsins
Umboðsmaður barna sendi í dag tölvupóst til allra þingmanna þar sem hann bendir á að hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga samkvæmt lögum að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í almennum verslunum.
Síða 38 af 111