12. mars 2015

Morgunverðarfundur um geðheilbrigði barna

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda. Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sagt verður frá nýjum verkefnum sem reynst hafa vel fyrir börn og aðstandendur.

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda.  Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sagt verður frá nýjum verkefnum sem reynst hafa vel fyrir börn og aðstandendur. Frummælendur eru þau María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls sem fjallar um börn með geðrænan vanda og stöðu foreldra, Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri Embættis landslæknis fjallar um geðrækt í skólastarfi og Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur Þjónustumiðstöðvar Breiðholts fjallar um geðheilbrigði barna - forvarnir í nærumhverfi.

Fundarstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Embættis landslæknis. Fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

N8mars 2015


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica