6. janúar 2020

Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995. Ísland hafði þá fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna nokkrum árum fyrr eða árið 1992, en sáttmálinn var upphaflega samþykktur af Sameinuðu þjóðunum árið 1989. Frá upphafi hefur embættið gegnt mikilvægu hlutverki í að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi. Þá hefur embættið gegnt sérstöku hlutverki í að fræða um Barnasáttmálann en almenn þekking og vitund um hann er nauðsynleg forsenda fyrir innleiðingu hans á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Embættið hefur vaxið og styrkst með hverju árinu en veruleg kaflaskil urðu í lok ársins 2018 þegar Alþingi samþykkti mikilvægar breytingar á lögum um umboðsmann barna með auknum verkefnum og skýrari markmiðum í starfi embættisins.

Barnasáttmálinn og barnaþing

Á síðasta ári var haldið með veglegum hætti uppá þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans og var árið viðburðarríkt hjá embætti umboðsmann barna. Hápunktur afmælisársins var barnaþingið sem haldið var í Hörpu en samkvæmt endurskoðuðum lögum um embættið ber því að halda slíkt þing annað hvert ár.

Barnaþing er ny?r reglubundinn vettvangur fyrir bo?rn til að la?ta skoðanir si?nar i? ljo?s. Fyrsta barnaþingið fo?r fram 21. – 22. no?vember 2019 og voru ra?ðherrar viðstaddir þegar niðursto?ður þingsins voru kynntar. Fjo?lbreyttum ho?pi barna var boðið til þa?ttto?ku a? barnaþinginu fra? o?llu landinu og var helsta markmið þingsins að efla ly?ðræðislega þa?ttto?ku barna og virkja þau i? umræðu um ma?lefni sem brenna a? þeim sja?lfum.

Embættið vinnur nú úr þeim fjölmörgu tillögum sem börnin settu fram á þinginu. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum brenna umhverfismálin á börnum s.s. eins og loftslagsmál, nauðsyn þess að draga úr mengun, fjölga þeim sem ferðast með almenningssamgöngum og mikilvægi þess að flokka betur sorp. Skólamál voru einnig mikið rædd á barnaþinginu eins og hugmyndir um að stytta skólavikuna, minnka heimavinnu og auka hagnýtt nám. Mannréttindamál fengi einnig mikla athygli eins og réttindi hinsegin fólks, flóttafólks og mikilvægi þess að bæta stöðu fatlaðra barna og þjónustu við þau.

Þetta eru aðeins örfá dæmi um þau fjölbreyttu málefni sem börnin nefndu en embættið áætlar að birta ítarlegar tillögur á næstu vikum. 

Tillögur um aukið samstarf við börn

Á síðasta ári undirrituðu fe?lags- og barnama?lara?ðherra og umboðsmaður barna, samkomulag um aukið samstarf i? ma?lefnum barna. Með samkomulaginu to?k embætti umboðsmanns barna að se?r að mo?ta tillo?gur um breytt verklag með aukinni a?herslu a? bo?rn. Tillögurnar voru sendar ráðuneytinu í lok síðasta árs en markmið þeirra er að efla samra?ð við bo?rn, samanber samþykkt ri?kisstjo?rnarinnar fra? 1. mars si?ðastliðnum, þar sem segir „að stefnt verði að aukinni þa?ttto?ku barna og ungmenna i? stefnumo?tun stjo?rnvalda sem og tillo?gu sem felur i? se?r að allar stærri a?kvarðanato?kur sem og lagafrumvo?rp skuli ry?nd u?t fra? a?hrifum a? sto?ðu og re?ttindi barna.“

Við undirbúning tillagnanna var litið til fyrirmyndarverklags og bestu aðferða i? y?msum lo?ndum og þá voru rannso?knir fræðikonunnar Dr. Laura Lundy um þa?ttto?ku barna lagðar til grundvallar og heimsótti Lundy Ísland í nóvember og hélt fyrirlestra og tók þátt í vinnustofu um efnið.

Stefnumótun

Þrátt fyrir að embætti umboðsmanns barna hafi eflst á síðustu misserum er embættið eitt það fámennasta innan stjórnkerfisins en málaflokkurinn bæði fjölbreyttur og víðfemur. Til að tryggja enn betur að embættið geti sinnt þeim fjölbreyttu verkefnum sem að því snýr var mótuð heildstæð stefna til ársins 2025.

Markmið stefnunnar var að setja skýra sýn um það hvernig embætti umboðsmanns barna gæti sótt fram og sett málefni sem varða börn á dagskrá með nýjum og framsæknum hætti. Framtíðarsýn embættisins er sú að réttindi barna njóti víðtækrar virðingar og verði  sjálfsagður hluti af allri stefnumótun og ákvörðunum. Í því skyni hyggst embættið gera reglubundið mat á innleiðingu Barnasáttmálans og greina sérstaklega aðstæður barna í viðkvæmri stöðu í samfélaginu okkar.

Auk áherslu á innleiðingu barnasáttmálans er í nýrri stefnu lögð sérstök áhersla á þátttöku barna á öllum sviðum samfélagsins og er í því skyni unnið að því að styrkja ráðgjafarhóp embættisins og fjölga sérfræðihópum barna. Einnig verður barnaþing mikilvægur liður í því að koma sjónarmiðum barna á framfæri og tryggja áhrif þeirra á eigin stöðu og framtíð.

Þrátt fyrir að í öllum alþjóðlegum samanburði sé staða íslenskra barna sterk er alltaf hægt að gera betur. Réttindi barna eru ekki, frekar en önnur mannréttindi, tryggð í eitt skipti fyrir öll, heldur er um að ræða viðvarandi verkefni sem krefst aðkomu margra aðila og ekki síst barnanna sjálfra. Embætti umboðsmanns barna mun halda áfram að standa vörð um þá áfanga sem náðst hafa en ekki síður hafa vakandi auga fyrir nýjum tækifærum og áskorunum, líkt og það  hefur gert frá upphafi.

 

Börn sitja á sviði 

Þessi grein eftir Salvöru Nordal, umboðsmann barna, birtist fyrst í Morgunblaðinu laugardaginn 4. janúar sl. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica