24. apríl 2015

Flóttafólk

Ríkisstjórnir, Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið verða að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti til að bjarga lífi flóttafólks og ættu að endurskoða stefnu sína í þeim tilgangi að meta og koma í veg fyrir stórfelldan flótta fólks, þ.á.m. barna.

Ríkisstjórnir, Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið bera siðferðilega og lagalega skyldu til þess að auðvelda flóttafólki að ná fram grundvallarréttindum sínum. Ekki er nóg að bíða eftir því að viðkomandi einstaklingar sæki um hæli, sérstaklega þegar svo margir deyja áður en þeir komast á áfangastað sinn, þ.á.m. börn og foreldrar.

Þetta segir m.a. í opinu bréfi ENOC, tengslanets umboðsmanna barna í Evrópu, til ríkisstjórna Evrópulanda, Evrópusambandsins og alþjóðasamfélagsins þar sem kallað er eftir aðgerðum til að binda endi á endurtekna harmleiki í Miðjarðarhafinu.

Ríkisstjórnir, Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið verða að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti til að bjarga lífi flóttafólks og ættu að endurskoða stefnu sína í þeim tilgangi að meta og koma í veg fyrir stórfelldan flótta fólks, þ.á.m. barna.

Í þessu sambandi vill ENOC leggja áherslu á að farið verði að gildandi lögum, stefnum, verklagi, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum sem eiga að tryggja börnum vernd. Rétturinn til lífs, þroska, viðunandi afkomu og verndar gegn hvers kyns skaða eru grundvallarréttindi barna. Það er algert lágmark að a.m.k. þessi réttindi séu virt.

Í þessu sambandi minnir ENOC á yfirlýsingu og heimildarmynd um börn á faraldsfæti, „Children on the Move“, sem gefin var út árið 2013.

Hér á vef ENOC má lesa opna bréfið (á ensku).

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica