Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 37)
Fyrirsagnalisti
Ársskýrsla 2014
Starfsárið 2014 var viðburðaríkt og mörg stór og flókin álitamál komu til meðferðar embættisins. Um sum þeirra var ítarlega fjallað í fjölmiðlum. Má þar nefna kuðungsígræðslu, skapabarmaaðgerðir á stúlkubörnum, stöðu barnafjölskyldna á leigumarkaði, símanotkun í skólum, börn sem hafa brotið af sér, nafnabreytingu barna, sérfræðihóp barna sem eiga foreldra sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda og margt fleira.
Talsmaður barna á Grænlandi í heimsókn
Í gær, 13. júlí 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá talsmanni barna á Grænlandi. Heimsóknin var afar ánægjuleg. Ísland og Grænland eiga ýmislegt sameiginlegt og höfum við því gagnkvæman ávinning af því að ræða málin og miðla reynslu og þekkingu.
Tilmæli Evrópuráðsins frá 2011 um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu
Á vef velferðarráðuneytisins hefur nú verið birt íslensk þýðing af tilmælum Ráðherranefndar Evrópuráðsins um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu við börn og fjölskyldur. Tilmælin taka til réttinda barna við skipulagningu, veitingu og mat á félagsþjónustu sem sníða verður að þörfum barna og fjölskyldna þeirra.
Upplýsingar um börn í samfélagsmiðlum
Allir – þar á meðal börn – eiga rétt á því að njóta friðhelgi einkalífs. Ef foreldrar vilja birta einkunnir eða upplýsingar um námsárangur barna sinna er mikilvægt að foreldrar biðji börnin um leyfi til að gera það.
Heimsókn frá Slóvakíu
Í gær, 9. júní 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá tveimur samtökum sem vinna að réttindum barna í Slóvakía.
Dagur barnsins er á sunnudaginn
Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.
Ungbörnum mismunað eftir stöðu foreldra
Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til félagsmálaráðherra þar sem hann skorar á ráðherra til þess að beita sér fyrir því að lög um fæðingar- og foreldraorlof verði endurskoðuð, þannig að börnum verði ekki mismunað með ómálefnalegum hætti eftir stöðu foreldra þeirra.
Frumvarp til laga um meðferð einkamála o.fl. (aukin skilvirkni, einfaldari reglur), 605. mál
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um meðferð einkamála o.fl. (aukin skilvirkni, einfaldari reglur), 605. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með tölvupósti dags. 11. maí 2015.
Síða 37 af 111