11. júní 2015

Sumarvinna unglinga

Nú þegar flestir grunn- og framhaldsskólar eru komnir í sumarfrí eru m23 Vinnuverndargir unglingar að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í sumarstörfum. Umboðsmaður barna fær reglulega fyrirspurnir frá unglingum um það hvaða reglur gilda um vinnu  þeirra og launin sem þau vinna sér inn. 

Almenna reglan er sú að það má ekki ráða börn sem eru undir 15 ára aldri í vinnu, en á þeirri reglu eru þó ýmsar undantekningar. Börn sem eru 13 og 14 ára mega því vinna ýmis léttari störf. Börn undir 15 ára aldri mega hins vegar ekki vinna á kassa í verslunum eða starfa við barnagæslu. 

Börn eiga ýmis réttindi á vinnumarkaði og ráða sjálf yfir þeim peningum sem þau vinna sér inn fyrir. Það er þó mikilvægt að foreldrar ráðleggi börnum sínum um ábyrga meðferð fjármuna. Foreldrar eiga líka að sjá til þess að börn þekki réttindi sín á vinnumarkaði og hjálpa þeim ef brotið er á þeim. Börn geta líka leitað til stéttarfélaga, Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra ef þau vantar leiðbeiningar eða hafa áhyggjur af því að vinnuveitandi þeirra sé ekki að fylgja reglum.

Nánar er hægt að lesa um vinnu hér á barna- og unglingasíðu umboðsmanns barna og hér á aðalsíðu embættisins. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica