14. júlí 2015

Talsmaður barna á Grænlandi í heimsókn

Í gær, 13. júlí 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá talsmanni barna á Grænlandi. Heimsóknin var afar ánægjuleg. Ísland og Grænland eiga ýmislegt sameiginlegt og höfum við því gagnkvæman ávinning af því að ræða málin og miðla reynslu og þekkingu.

Talsmadur Barna I Graenlandi I Heimsokn I Juli 2015

Í gær, 13. júlí 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá talsmanni barna á Grænlandi. Embætti talsmanns barna á Grænlandi var stofnað árið 2012, en hlutverk þess er að mörgu leyti sambærilegt hlutverki umboðsmanns barna. Aviâja Egede Lynge hefur nýlega tekið við embættinu og hafði hún því áhuga á að kynna sér nánar starfsemi umboðsmanns barna hér á landi. Með henni í för var starfsmaður embættisins, Camilla Nymand Petersen.

Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að ræða um helstu verkefni og áskoranir embættisins á undanförnum árum og mannréttindafræðslu til barna og fullorðinna.  Auk þess fengum við góða gesti til þess að fjalla um þátttöku barna og ungmenna hér á landi – Val Rafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sabínu Halldórsdóttur frá UMFÍ. 

Heimsóknin var afar ánægjuleg. Ísland og Grænland eiga ýmislegt sameiginlegt og höfum við því gagnkvæman ávinning af því að ræða málin og miðla reynslu og þekkingu. 

Vefsíða talsmanns barna á Grænlandi er mio.gl.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica