5. ágúst 2015

Ársskýrsla 2014

Starfsárið 2014 var viðburðaríkt og mörg stór og flókin álitamál komu til meðferðar embættisins. Um sum þeirra var ítarlega fjallað í fjölmiðlum. Má þar nefna kuðungsígræðslu, skapabarmaaðgerðir á stúlkubörnum, stöðu barnafjölskyldna á leigumarkaði, símanotkun í skólum, börn sem hafa brotið af sér, nafnabreytingu barna, sérfræðihóp barna sem eiga foreldra sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda og margt fleira.

Frettir Og FrodleikurÁrsskýrsla umboðsmanns barna um starfsárið 2014 er komin út.

Starfsárið 2014 var viðburðaríkt og mörg stór og flókin álitamál komu til meðferðar embættisins. Um sum þeirra var ítarlega fjallað í fjölmiðlum. Má þar nefna kuðungsígræðslu, skapabarmaaðgerðir á stúlkubörnum, stöðu barnafjölskyldna á leigumarkaði, símanotkun í skólum, börn sem hafa brotið af sér, nafnabreytingu barna, sérfræðihóp barna sem eiga foreldra sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda og margt fleira.

 Í skýrslunni er einnig birt endurútgefin álitsgerð umboðsmanns barna um þátttöku barna í markaðs- og skoðanakönnunum og álit umboðsmanns barna um ofbeldi á ungbarnaleikskóla.

Starfsárið litaðist mikið af 25 ára afmæli Barnasáttmálans í nóvember 2014 og var Barnasáttmálinn í sérstökum forgrunni í nokkrum málum, enda er ætlunin að halda merkjum sáttmálans sérstaklega á lofti allt afmælisárið, þ.e. fram í nóvember 2015. Má nefna að farið var af stað með samstarfsverkefni við að útbúa verkfærakistu fyrir sveitarfélögin til að auðvelda sveitarfélögum að innleiða sáttmálann. Einnig gaf embættið út veggspjaldið „Barnasáttmálinn í myndum“ og leiðbeiningar með því, í þeim tilgangi að fræða yngstu börnin um réttindi sín samkvæmt sáttmálanum. Loks var farið að kanna hvaða möguleika börn hefðu til að sækja rétt sinn hjá ólíkum aðilum innan stjórnkerfisins án aðstoðar foreldra sinna, í tengslum við þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmálann sem Ísland hefur enn hvorki skrifað undir né fullgilt.

Ársskýrslan er birt hér á vef umboðsmanns. Hægt er að sjá nýjustu og eldri ársskýrslur á pdf formi eða óuppsettar án mynda hér undir flipanum Útgefið efni.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica