10. júní 2015

Heimsókn frá Slóvakíu

Í gær, 9. júní 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá tveimur samtökum sem vinna að réttindum barna í Slóvakía.

Í gær, 9. júní 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá tveimur samtökum semSlóvakía vinna að réttindum barna í Slóvakía. Það voru þær Dana Rusinova frá samtökunum Children of Slovakia Foundation og Zuzana Konradova frá samtökunum Coalition for Children Slovakia sem komu og ræddu við starfsfólk embættisins.

Auk þess að fræðast um umboðsmann barna og réttindi barna á Íslandi sögðu þær frá sinni reynslu af réttindum og málefnum barna í Slóvakíu. Þær fjölluðu sérstaklega um áhyggjur sínar af Roma börnum, börnum með fötlun, ofbeldi gegn börnum og fátækt. Þó hefur margt jákvætt gerst á síðustu árum og var nýlega ákveðið að stofna embætti umboðsmanns barna í Slóvakíu, en hann mun taka til starfa í lok árs.  Heimsóknin var afar ánægjuleg og gagnleg fyrir alla aðila. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica