Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 62)

Fyrirsagnalisti

15. nóvember 2012 : Tillaga til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 80. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 80. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 15. nóvember 2012.

15. nóvember 2012 : Tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 152. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 152. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 15. nóvember 2012.

8. nóvember 2012 : Á degi gegn einelti

Í tilefni dagsins vill umboðsmaður barna vekja athygli á mikilvægi vináttunnar og benda á myndefni um einelti og vináttu á netinu

7. nóvember 2012 : Baráttudagur gegn einelti á morgun 8. nóvember 2012

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að halda hátíðlegan Dag gegn einelti 8. nóvember 2012 með því að bjóða upp á hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu milli kl. 13 og 15.

7. nóvember 2012 : Foreldradagurinn 2012 - Samskipti í samhengi

Heimili og skóli – Landssamtök foreldra munu þann 15. nóvember nk. standa fyrir Foreldradeginum í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.

1. nóvember 2012 : Tvær málstofur um barnavernd í nóvember

Í nóvember verða tvær málstofur um barnavernd í fundarsal Barnaverndarstofu sú fyrri verður 12. nóvember þar sem fjallað verður um rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra og sú síðari verður 26. nóvember þar sem fjallað verður um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi.

31. október 2012 : Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn 2012 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

29. október 2012 : Ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins - verklagsreglur, þjóðarsáttmáli gegn einelti, fagráð gegn einelti og fleira.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti gaf út í október 2011 reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni er í fyrsta sinn sett sérstakt ákvæði um fagráð í eineltismálum sem formlega var sett á laggirnar í mars sl.

26. október 2012 : Áhrif BSSÞ á löggjöf, reglur og málsmeðferð við könnun barnaverndarmáls - Málstofa

Mánudaginn 29. október verður haldin málstofa um barnavernd. Yfirskriftin er Könnun barnaverndarmáls. Árhif ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins á löggjöf, reglur og málsmeðferð við könnun máls.
Síða 62 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica