7. nóvember 2012

Baráttudagur gegn einelti á morgun 8. nóvember 2012

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að halda hátíðlegan Dag gegn einelti 8. nóvember 2012 með því að bjóða upp á hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu milli kl. 13 og 15.

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að halda hátíðlegan Dag gegn einelti 8. nóvember 2012.
 
Verkefnastjórnin hvetur alla þá fjölmörgu aðila og samtök, sem starfa á þeim vettvangi sem átakið nær til, til þess að taka höndum saman og helga 8. nóvember baráttunni gegn einelti. Sérstaklega er þessu beint til leikskóla, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðva, auk vinnustaða og stofnana á vegum ríkisins. Ýmislegt er að hægt að gera í tilefni dagsins, s.s. að halda upp á hann með táknrænum hætti eða beina umræðunni að einelti og afleiðingum þess í samfélaginu.
 
Verkefnisstjórnin vonast til að sem flestir í samfélaginu taki þátt í því að setja umræðuna um einelti í brennidepil þennan dag - málefnið er brýnt og til mikils að vinna ef í sameiningu tekst að koma á þjóðarsáttmála um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Í tilefni dagsins stendur verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti fyrir hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu kl. 13:00 – 15:30.

Dagskrá
  ·  13:00 – Hljóðgerningur: Bjöllur, klukkur og flautur óma um allt land.
 ·   13:00 – Bjöllukór Tónstofu Valgerðar - tónverk
 ·   13:07–  Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra setur dagskrána.
 ·   13:17 – Gerður Kristný – ljóðalestur
 ·   13:27 – Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, flytur ávarp.
 ·   13:37 – Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráherra ásamt listakonunni Koggu 
                 veitir viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins.
 ·   13:42 – Fulltrúi viðurkenningarhafa flytur ávarp: Myndbandasýning
 ·   13:52 – Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við  Háskóla Íslands: Einelti sem hugtak
 ·   14:07 – Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur: Hvað einkennir góðan vinnustað?
 ·   14:22 – Hafþór Freyr Líndal og Vigdís Pála Halldórsdóttir, ungmennaráði SAFT: 
                 Rafrænt einelti
 ·   14:37 – Páll Ólafsson, félagsráðgjafi: Fagráð í eineltismálum grunnskóla
 ·   14:52 – Valdimar - tónlistaratriði
 ·   15:07 – Kaffi og kökur 
 ·   15:30 – Dagskrárlok
 
Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir

Nánari upplýsingar um Dag gegn einelti á www.gegneinelti.is.
 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica