1. nóvember 2012

Tvær málstofur um barnavernd í nóvember

Í nóvember verða tvær málstofur um barnavernd í fundarsal Barnaverndarstofu sú fyrri verður 12. nóvember þar sem fjallað verður um rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra og sú síðari verður 26. nóvember þar sem fjallað verður um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi.

Í nóvember verða tvær málstofur um barnavernd í fundarsal Barnaverndarstofu sú fyrri verður 12. nóvember þar sem fjallað verður um rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra og sú síðari verður 26. nóvember þar sem fjallað verður um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi.

12. nóvember
Málstofa mánudaginn 12. nóvember nk. kl. 12:15-13:15 er kynning á rannsókn á vegum Velferðarráðuneytisins undir yfirskriftinni
"Börnum rétt hjálparhönd - Rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna neysluvanda foreldra." Fyrirlesarar eru Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur og Kristný Steingrímsdóttir félagsráðgjafi.

26. nóvember
Málstofa mánudaginn 26. nóvember nk. kl. 12:15-13:15 er í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og faghóp félagsráðgjafa í barnavernd. Þar verður fjallað um hvernig PMT aðferðafræðin nýtist í barnaverndarstarfi. Fyrirlesarar eru Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur, verkefnisstjóri PMT FORELDRAFÆRNI hjá skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi, verkefnisstjóri PMT og SMT hjá skóladeild Akureyrar.

Málstofurnar eru teknar upp og hafðar aðgengilegar á vef Barnaverndarstofu.
               


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica