Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 63)

Fyrirsagnalisti

25. október 2012 : Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 155. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 155. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með bréfi dags. 25. október 2012.

25. október 2012 : Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

24. október 2012 : Rannsóknir á slysum - Bréf

Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til innanríkisráðherra þar sem hann vekur athygli á mikilvægi skráningar og rannsókna þegar kemur að slysum á börnum.

24. október 2012 : Ráðstefna um breytingar á barnalögum

Hinn 8. nóv. munu innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd gangast fyrir ráðstefnu um nýju barnalögin, sem taka munu gildi 1. janúar 2013.

23. október 2012 : Frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en var ekki afgreitt. Það er nú endurflutt óbreytt að undanskilinni 4. gr. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. okbóer 2012. Umsögnin er í raun ítrekun á umsögn umboðsmanns frá 23. mars 2012.

23. október 2012 : Frumvarp til umferðarlaga, 179. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til umferðarlaga, 179. mál. Málið var sent til umsagnar á 138. og 139. þingi en nefndin lauk ekki umfjöllun um það en ákveðið var að gefa þeim aðilum, sem sendu athugasemdir þá, kost á að senda viðbótar umsögn um málið. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína með bréfi dags. 23. október.

23. október 2012 : Samkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu

SAMFÉS og SAFT efna til samkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu.

19. október 2012 : Úrræði fyrir börn sem eiga við geðræn vandamál að stríða eða stefna eigin velferð í hættu - Bréf

Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til velferðarráðherra þar sem spurst er fyrir um fyrirætlanir ráðuneytisins varðandi úrræði fyrir börn sem eiga við geðræn vandamál að stríða eða stefna eigin velferð í hættu t.d. vegna vanlíðan, hegðunarvandamála eða vímuefnaneyslu

18. október 2012 : Námskeið um innleiðingu Barnasáttmálans

Í dag, fimmtudaginn 18. október, stóð umboðsmaður barna fyrir námskeiði um innleiðingu Barnasáttmálans. Fjölmargir mættu á námskeiðið sem heppnaðist með eindæmum vel.
Síða 63 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica