Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 64)

Fyrirsagnalisti

18. október 2012 : Hvernig hefur börnum vegnað í meðferð? - Könnun

Áhugaverðar niðurstöður koma fram í könnun sem gerð var um afdrif, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og Stuðlum á árunum 2000 – 2007.

17. október 2012 : Ábyrgð fjölmiðla gagnvart börnum og siðareglur blaðamanna - Bréf

Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til Blaðamannafélags Íslands þar sem hann minnir á þá ábyrgð sem fjölmiðlar bera gagnvart börnum og óskar eftir því að honum verði gefinn kostur á að kynna sér efni nýrra siðareglna sem nú eru í smíðum.

16. október 2012 : Slysavarnir barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem bent er á mikilvægi þess að slysavörnum barna verði fundinn varanlegur staður á vegum hins opinbera.

15. október 2012 : Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna á rödd, heyrn og líðan - glærukynning

Föstudaginn 13. og laugardaginn 14. október sl. var haldin ráðstefnan Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna á rödd, heyrn og líðan. Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna var ein þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni.

10. október 2012 : Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna á rödd, heyrn og líðan - Ráðstefna

Ráðstefna verður haldin í Reykjavík dagana 12.-13.október um munnlegt tjáskiptaumhverfi. Ráðstefnan fer fram í Hringssalnum, Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

5. október 2012 : Velferðarstefna - Heilbrigðisáætlun til ársins 2020

Velferðarráðuneytið óskaði eftir umsögnum um drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Umsögn sína sendi umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 21. september 2012.

4. október 2012 : Breytingar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum

Nú hafa breytingar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010 tekið gildi. Aldurstakmörk sem kveða á um að börn þurfi að vera tíu ára til að fara ein í sund miðast nú við 1. júní árið sem börnin verða tíu ára en ekki afmælisdag.

28. september 2012 : Afdrif barna sem dvöldu á meðferðarheimilum BVS 2000-2007 - Rannsókn

Föstudaginn 5. október nk. munu Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi MA og Ásdís A. Arnalds félagsfræðingur MA kynna niðurstöður rannsóknar um afdrif barna sem dvöldu á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 - 2007.

28. september 2012 : Barnasáttmálinn - frá réttindum til raunveruleika - Námskeið

Umboðsmaður barna stendur fyrir námskeiði um innleiðingu Barnasáttmálans fimmtudaginn 18. október næstkomandi kl. 9-11. Fyrirlesari er Hjördís Eva Þórðardóttir, meistaranemi í mannréttindum barna við Háskólann í Stokkhólmi.
Síða 64 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica