Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 65)

Fyrirsagnalisti

27. september 2012 : Ungt fólk 1992-2012 - Ráðstefna

Umoðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Ungt fólk 1992-2012. Æskulýðsrannsóknir í 20 ár - Hvað vitum við nú sem við vissum ekki þá? sem haldin verður fimmtudaginn 4. október 2012, Háskólanum í Reykjavík, í stofu V-102 kl. 08:30 til 15:30.

25. september 2012 : Skyldur ríkisins samkvæmt nýjum barnalögum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af því að með breytingum sem samþykktar voru með lögum nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 fylgi ekki nægt fjármagn sem nauðsynlegt er til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt hinum nýju lögum.

19. september 2012 : Börn og breytingar í skólum - glærukynning

Hér er hægt að skoða glærukynningu Margrétar "Börn og breytingar í skólum" en í henni er fjallað um aðkomu og áhrif nemendanna sjálfra á ákvarðanir um viðamiklar breytingar í skólastarfi.

14. september 2012 : Samráð í sátt - afmælisþing Heimilis og skóla

Heimili og skóli fagna 20 ára afmæli samtakanna 17. september nk. og blása því til málþings í Gerðubergi þar sem samtökin voru stofnuð. Rætt verður um samráð við breytingar á skólastarfi.

14. september 2012 : Velferð barna í erfiðri stöðu - Könnun velferðarvaktarinnar

Vakin er athygli á tveimur skýrslum um velferð barna í erfiðri stöðu. Um er að ræða niðurstöður könnunar sem velferðarvaktin stóð fyrir árið 2011 og framhaldskönnunar árið 2012

13. september 2012 : Fastur á netinu? - Morgunverðarfundur Náum áttum

Yfirskrift fyrsta morgunverðarfundar Náum áttum á þessu hausti er Fastur á netinu? Á fundinum verður fjallað um tölvufíkn, áhrif mikillar tölvunotkunar á ungmenni, forvarnir og úrræði.

10. september 2012 : Málþing um einelti

Skólastjórafélag Íslands heldur málþing undir yfirskriftinni: Unnið gegn einelti - ábyrgð og skyldur 25. september, kl. 13:00-16:00 á Grand hóteli.

10. september 2012 : Ný heimasíða hjá Náum áttum

Náum áttum er fræðslu- og forvarnarhópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna.

5. september 2012 : Ungt fólk 2012 : menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla

Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012 meðal nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla er komin út.
Síða 65 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica