27. september 2012

Ungt fólk 1992-2012 - Ráðstefna

Umoðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Ungt fólk 1992-2012. Æskulýðsrannsóknir í 20 ár - Hvað vitum við nú sem við vissum ekki þá? sem haldin verður fimmtudaginn 4. október 2012, Háskólanum í Reykjavík, í stofu V-102 kl. 08:30 til 15:30.

Umoðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Ungt fólk 1992-2012. Æskulýðsrannsóknir í 20 ár  - Hvað vitum við nú sem við vissum ekki þá? sem haldin verður fimmtudaginn 4. október 2012, Háskólanum í Reykjavík, í stofu V-102 kl. 08:30 til 15:30. 

Á ráðstefnunni fjallar hópur alþjóðlegra vísindamanna um hagnýtt og vísindalegt gildi æskulýðsrannsóknanna Ungt fólk 1992 til 2012 á Íslandi og skrif sín úr þeim gögnum hjá Rannsóknum og greiningu. Fjallað verður um mikilvægi rannsókna á högum og líðan barna og ungmenna, samspil rannsókna, stefnumótunar og þróunarstarfs og mikilvægi þess að tryggja að niðurstöður komist til fagfólks á vettvangi, almennings og stjórnvalda. Á ráðstefnunni verða fluttir fimmtán mínútna fyrirlestrar, fimmtán talsins. Ráðstefnan hefst kl 08:30 og gert er ráð fyrir að henni ljúki eigi síðar en kl 15:30 Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna en væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig fyrir 30. september með því  að senda tölvupóst með nafni sínu á rannsoknir@rannsoknir.is 

Dagskrá:

• Skráning kl 08:30
• Setning ráðstefnunnar:
o Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
• The impact of Icelandic youth research in a global context – Áhrif íslenskra æskulýðsrannsókna: á alþjóðavísu (á ensku)
o Dr. John Allegrante, Deputy Provost, Teachers College, Columbia University New York
• Félagsheimur ungmenna - The social structure of the adolescent´s life-world:
o Dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
• Fjölskylduerjur og líðan unglinga:
o Dr. Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og Dr. Geir Gunnlaugsson, landlæknir.
• Hvað höfum við lært um falskar játningar af faraldsfræðilegum rannsóknum?
o Dr. Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur við Landspítala háskólasjúkrahús og prófessor við Háskóla Íslands
 
• Kaffihlé
 
• Adolescent life stress: Some preliminary BioBus results - Streita í lífi unglinga: Fyrstu niðurstöður BioBus rannsóknarinnar (á ensku):
o Dr. Jack James, prófessor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík
• Hverfaáhrif á frávikshegðun og vanlíðan unglinga:
o Dr. Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Háskóla Íslands
• Þættir sem hafa áhrif á ofneyslu áfengis meðal ungmenna í framhaldsskóla:
o Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á fíknigeðdeild Landspítalans
• Kynferðislegt ofbeldi sem streituvaldandi þáttur í lífi ungmenna:
o Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík
• Ungt fólk í Evrópu – Áhrif rannsóknanna í 15 borgum í Evrópu:
o Jón Sigfússon, M.Ed. og framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar
 
• Hádegishlé
 
• Áhrif skjánotkunnar á 10-12 ára börn:
o Dr. Ásgeir Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík og Karolinska Institutet í Stokkhólmi
• Sjálfsmynd, heilsa og hreyfing ungmenna:
o Birna Baldursdóttir, aðjúnkt við HR og doktorsnemi við Norræna lýðheilsuháskólann í Gautaborg
• Sjálfmótaðir tengikóðar í langtímarannsóknum meðal ungmenna: Greining á mun á hópum við grunnlínu:
o Dr. Álfgeir Logi Kristjánsson, lektor við West Virginia University
• Mikilvægi þátttöku í skipulögðum íþróttum:
o Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur við Háskólann í Reykjavík
• Skodun á réttmætti áhættu og verndandi þátta mili landa.
o Eiríkur Jónsson, BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík
• Where are we heading now? – Hvert stefnum við nú?
o Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Teachers College í New York
• Umræður og ráðstefnuslit


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica