10. september 2012

Málþing um einelti

Skólastjórafélag Íslands heldur málþing undir yfirskriftinni: Unnið gegn einelti - ábyrgð og skyldur 25. september, kl. 13:00-16:00 á Grand hóteli.

Skólastjórafélag Íslands heldur málþing undir yfirskriftinni: Unnið gegn einelti - ábyrgð og skyldur 25. september, kl. 13:00-16:00 á Grand hóteli. Til umræðu verða ábyrgð og aðgerðir skólastjóra gegn einelti. Tilgangurinn er að efla málefnalega umfjöllun og styrkja samvinnu allra aðila sem að uppeldi barna koma til að spyrna fótum við þeim vágesti sem einelti er. Skólastjórnendur, kennarar og aðrir sem áhuga hafa af samskiptamálum eru velkomnir á málþingið.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica