5. september 2012

Ungt fólk 2012 : menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla

Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012 meðal nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla er komin út.

Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012 meðal nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla er komin út. 

Rannsóknaröðin Ungt fólk hóf göngu sína árið 1992 og er því 20 ára nú í haust. Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík hefur unnið rannsóknirnar frá árinu 1999 og hafa þær verið til grundvallar stefnumótunar og aðgerða í málefnum ungs fólks á Íslandi mörg undanfarin ár.
 
Rannsóknirnar eru lagðar reglulega fyrir nemendur landsins í 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekk grunnskóla auk 16 til 19 ára nemenda í öllum framhaldsskólum landsins. Þá hafa Ungt fólk rannsóknirnar einnig verið unnar meðal ungmenna sem ekki stunda nám á framhaldsskólastigi.
 
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur stutt við gerð rannsóknanna frá upphafi og telur að æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk séu mikilvægt tæki til að fylgjast með þáttum eins og menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun, félagsstarfi, framtíðarsýn og líðan barna og ungmenna. Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk eru þannig afar mikilvægar bæði fyrir stjórnvöld og þá aðila er vinna með börnum og ungmennum, svo sem æskulýðssamtök, íþróttasamtök, stofnanir, fagaðila og fjölmarga aðra.

Hægt er að nálgast skýrsluna á vef Rannsókna og greininga.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica