19. september 2012

Börn og breytingar í skólum - glærukynning

Hér er hægt að skoða glærukynningu Margrétar "Börn og breytingar í skólum" en í henni er fjallað um aðkomu og áhrif nemendanna sjálfra á ákvarðanir um viðamiklar breytingar í skólastarfi.

Heimili og skóli fagnaði 20 ára afmæli samtakanna 17. september sl. með því að halda málþing í Gerðubergi undir yfirskriftinni "Samráð í sátt".

Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna var ein þeirra sem héldu erindi á málþinginu.

Hér er hægt að skoða glærukynningu Margrétar "Börn og breytingar í skólum" en í henni er fjallað um aðkomu og áhrif nemendanna sjálfra á ákvarðanir um viðamiklar breytingar í skólastarfi. Misjafnt er hvort þær leiðir til að efla samráð með nemendum sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla fjalla um séu nýttar til fulls. Ljóst er að viðhorf skólastjórnenda og annarra skólayfirvalda til lýðræðislegra vinnubragða hafa mikil áhrif á möguleika nemendanna sjálfra til að vera með og hafa áhrif á ákvarðanir um breytingar í skólum.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica