25. október 2012

Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setur ráðstefnuna með ávarpi sem hann nefnir: Lýðræði á nýrri öld – valdið til fólksins. Innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi um hinar ýmsu hliðar á íbúalýðræði, kosningaaldur, þátttöku barna og fleira. Þrír erlendir sérfræðingar flytja fyrirlestra; þær Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi í  New York, og Donata Secondo, verkefnisstjóri The Participatory Budgeting Project og ræða þær um fjárhagsáætlunargerð með þátttöku íbúa í New York og Martin Østerdal, framkvæmdarstjóri LNU, Landsrådet for norske barne- og ungdomsorganisasjoner, en hann fjallar um þátttöku barna og kosningar – kosningaaldur og leiðir ungmenna til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Jón Gnarr borgarstjóri og Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari fjalla um íbúalýðræði og beint lýðræði. 

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna ræðir efnið börn mega gagnrýna skólann og tvö ungmenni frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Unnur Helgadóttir og Ásta Margrét Helgadóttir flytja erindi sem þær nefna: Maður þarf ekki að vera orðinn 18 til að hafa skoðun!

Ráðstefnan verður öllum opin, gjaldfrjáls og öllum aðgengileg, rittúlkuð og táknmálstúlkuð. Ráðstefnustjórar verða Ragnhildur Hjaltadóttir og Kristinn Már Ársælsson.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica