31. október 2012

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn 2012 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Forvarnardagurinn 2012 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

  • Rannsóknir hafa leitt í ljós að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta áfengis og vímuefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti.
  • Því meiri tíma sem foreldrar verja með unglingum því ólíklegra er að þeir leiðist út í áfengis- og vímuefnaneyslu.
  • Þeir unglingar sem telja sig auðveldlega geta fengið stuðning frá foreldrum sínum eru ólíklegri en aðrir til að leiðast inn á braut áfengis- og vímuefnaneyslu.
  • Foreldrar sem þekkja aðra foreldra í hverfinu og vini barna sinna draga úr líkum á því að unglingarnir ánetjist áfengi og vímuefnum. Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn.
  • Samstarf foreldra, þar með talið þátttaka í skólastarfi, æskulýðs- og íþróttastarfi og foreldrarölt, er mjög af hinu góðu. Þekktu foreldra skólafélaga og vina unglinga þinna og vertu hluti af samfélagi og neti foreldra. Láttu þig varða hag unglinga almennt.
  • Unglingar sem stunda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf undir leiðsögn ábyrgra aðila eru ólíklegri til að leiðast út í áfengis- eða vímuefnaneyslu eða aðra óæskilega hegðun.
  • Því lengur sem unglingar sniðganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist áfengi eða vímuefnum. Hvert ár skiptir máli.
  • Öflugt forvarnarstarf þarf að beinast að því að bæta umhverfi unglinga. Miklu skiptir að allir vinni saman; foreldrar, kennarar og þeir sem skipuleggja íþrótta- og æskulýðsstarf. Allir þessir aðilar verða að leggjast á eitt eigi góður árangur að nást. Forvarnarstarf er grasrótarstarf.

    Sjá nánar á www.forvarnardagur.is

     


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica