Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 61)
Fyrirsagnalisti
Skortur á reglum um lengda viðveru barna - Bréf
Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til menntamálaráðherra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir því að engar opinberar reglur eða viðmið taki á starfssemi frístundaheimila.
Aðfarargerðir á börnum - Bréf
Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðherra bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að hlutast til um að verklagsreglur um framkvæmd aðfarargerða verði settar sem fyrst.
Mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku - Bréf
Umboðsmaður barna hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf til að koma á framfæri ábendingum um mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku fyrir þjónustu við börn. Telur umboðsmaður mikilvægt að ríki og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og stuðli að því að aldursmörk barna verði samræmd og fullorðinsgjald miðað við 18 ára aldur á vettvangi sveitarfélaga
Umboðsmaður barna flytur
Til stendur að embættið skipti um húsnæði í næstu viku og því má búast við að afgreiðsla þess geti verið takmörkuð vikuna 10. til 15. desember.
Frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. mál.
Í tölvupósti frá nefndasviði Alþingis dags. 29. nóvember var óskað eftir umsögnum um frumvarp til stjórnskipunarlaga, 415. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 6. desember 2012.
Skýringar með 12. gr. frumvarps til stjórnskipunarlaga
Á fundi velferðarnefndar þann 28. nóvember sl. óskaði nefndin eftir því að umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi myndu senda skriflegar athugasemdir við skýringar með 12. gr. frumvarps til stjórnskipunarlaga um rétt barna.
Lýðræði í grunnskólum II - Bréf
Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til allra grunnskóla þar sem hann greinir frá niðurstöðum úr svörum 35 grunnskóla við spurningum umboðsmanns um nemendafélög og skólaráð sem hann sendi í fyrra.
Umönnunargreiðslur - Bréf til ráðherra
Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem ráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna nr. 22/2006 verði breytt þannig að öllum börnum sem uppfylla skilyrði laganna verði tryggður sami réttur til þess að njóta umönnunar foreldra sinna.
Reglur um börn í sundi
Nýlega var reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010 breytt. Fjallað var um helstu breytingarnar í frétt dags. 4. október 2012. Umboðsmaður barna mælir með því að foreldrar og þeir sem starfa með börnum kynni sér þær reglur sem gilda um sundstaði (þ.m.t. skólasund).
Síða 61 af 111