Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 60)
Fyrirsagnalisti
Leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum - tillögur UNICEF á Íslandi
UNICEF á Íslandi hefur birt 15 tillögur um bættar forvarnir gegn ofbeldi á börnum auk þess sem settar eru fram sex tillögur frá sérfræðihópi barna.
Mat á forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Á morgun, fimmtudaginn 17. janúar 2013, mun Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, MA-nemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á forvarnarverkefninu Verndarar barna sem hún vann í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við HÍ og Blátt áfram.
Styrkur íþrótta - Hádegisfundur
Fimmtudaginn 17. janúar munu ÍSÍ og UMFÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst hann kl.12:10.
Frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 14. janúar 2013.
Breytingar á lögum um fæðingar og foreldraorlof
Um áramótin tóku gildi lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (hækkun greiðslna og lenging) sem samþykkt voru 22. desember 2012. Með þessum breytingum er að nokkru bætt fyrir þær skerðingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum, auk þess sem fæðingarorlofið verður lengt í áföngum á næstu árum og verður það 12 mánuðir vegna barna sem fæðast (eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur) 1. janúar 2016 og síðar.
Fundur ráðgjafarhóps með menntamálaráðherra
Árið 2013 byrjaði aldeilis vel á skrifstofu umboðsmanns barna en í gær, 3. janúar, kom Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt föruneyti í heimsókn til að funda með ráðgjafarhóp umboðsmanns.
Greiðsla tryggingabóta frá tryggingafélögum til barna - Bréf
Umboðsmanni barna barst á árinu erindi þess efnis að foreldri fékk greiddar tryggingabætur f.h. barns og fór illa með þá fjármuni þannig að bæturnar skiluðu sér ekki til barnsins. Í kjölfarið sendi umboðsmaður barna bréf til sex tryggingafélaga á Íslandi til að kanna hvernig staðið er að greiðslu tryggingabóta sem börn eiga rétt á vegna tjóns sem þau hafa orðið fyrir. Niðurstöður þessarar könnunar hafa verið kynntar innanríkisráðherra og tryggingarfélögunum.
Hávaði í námsumhverfi barna - Bréf
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til menntamálaráðherra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af hljóðvist í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum og afleiðingum hávaða fyrir nám, málþroska og heilsu barna.
Jólakveðja
Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.
Síða 60 af 111