Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 59)

Fyrirsagnalisti

7. febrúar 2013 : Friðhelgi einkalífs barna og vímuefnaleit. Hvar liggja mörkin?

Fyrsti Náum áttum fundur ársins varhaldinn á Grand Hóteli í gær, 6. febrúar. Hægt að skoða glærur Margrétar Maríu af fundinum.

1. febrúar 2013 : Grunnskólanemar að störfum

Dagana 29. - 30. janúar fjölgaði starfsmönnum umboðsmanns barna um tvo en þá daga voru grunnskólanemarnir Snorri og Davíð í starfsnámi á skrifstofunni.

31. janúar 2013 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

31. janúar 2013 : Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi samstarfshópsins ,,Náum áttum" sem haldin verður á Grand Hótel, miðvikudaginn 6. febrúar nk. frá kl 8:15 - 10:00 undir yfirskriftinni - Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum.

30. janúar 2013 : Fáðu já! frumsýnd í dag

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

29. janúar 2013 : Opið hús hjá umboðsmanni barna í dag

Í ársbyrjun átti embætti umboðsmanns barna 18 ára afmæli. Í tilefni þess ætlum við að halda opið hús í nýju húsnæði okkar; Kringlunni 1, 5. hæð. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða nýja skrifstofuna á morgun, þriðjudaginn 29. janúar milli kl. 9:00 og 11:00.

21. janúar 2013 : Barnalögin - Breytingar til batnaðar? - Málþing

Menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23.janúar, klukkan 12:30 í sal 101 í Lögbergi.Málþingið ber yfirskriftina „Barnalögin - Breytingar til batnaðar? Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum“

21. janúar 2013 : Breytingar á barnalögum nr. 76/2003

Nú um áramótin tóku gildi lög nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum sem samþykkt voru hinn 12. júní 2012. Verður nú farið yfir helstu atriðin að mati umboðsmanns barna en telur hann að margar jákvæðar breytingar sé að finna í nýjum lögum.

18. janúar 2013 : Þörf á löggjöf um frístundaheimili í skoðun

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst stofna starfshóp til að fjalla um þörf á sérstakri löggjöf um frístundaheimili.
Síða 59 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica