7. febrúar 2013

Friðhelgi einkalífs barna og vímuefnaleit. Hvar liggja mörkin?

Fyrsti Náum áttum fundur ársins varhaldinn á Grand Hóteli í gær, 6. febrúar. Hægt að skoða glærur Margrétar Maríu af fundinum.

Fyrsti Náum áttum fundur ársins var haldinn á Grand Hóteli í gær, 6. febrúar.  Að þessu sinni var fjallað um vímuefnaleit í framhaldsskólum og á skólaskemmtunum.

Yfirskriftin "Hundar eða blöðrur?" vísar til þess að mikil umræða hefur verið um það hvort það standist lög að nota hunda við vímuefnaleit í framhaldsskólum, en áfengismælar hafa lengi verið notaðir þar við leit. Erindi fluttu þau Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna og Héðinn S. Björnsson, verkefnastjóri heilsueflandi framhaldsskóla hjá embætti landlæknis. Auk þess voru fulltrúar nemenda í framhaldsskóla og forvarnafulltrúi í framhaldsskóla með innlegg.

Hér er hægt að skoða glærur Margrétar Maríu af fundinum en í erindi sínu sagði hún m.a. að réttur barna til að njóta einkalífs og réttur þeirra til að vera vernduð gegn ólöglegri notkun vímuefna geti skarast. Ef grunur er um lögbrot þarf að hafa samband við lögreglu, en það geta þó komið upp neyðartilvik þegar t.d. barn stofnar sjálfu sér eða öðrum í hættu.

Börn njóta sömu mannréttinda og fullorðið fólk og það felur meðal annars í sér rétt einstaklinga til að ráða yfir líkama sínum. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki láta barn sæta ólögmætum afskiptum af einkalífi þess. Þessi réttur er þó ekki ótakmarkaður og takmarkast að nokkru leyti af ábyrgð og skyldum foreldra.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica