4. janúar 2013

Fundur ráðgjafarhóps með menntamálaráðherra

Árið 2013 byrjaði aldeilis vel á skrifstofu umboðsmanns barna en í gær, 3. janúar, kom Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt föruneyti í heimsókn til að funda með ráðgjafarhóp umboðsmanns.

Árið 2013 byrjaði aldeilis vel á skrifstofu umboðsmanns barna en í gær, 3. janúar, kom Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt föruneyti í heimsókn til að funda með ráðgjafarhóp umboðsmanns.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hafði boðað mennta- og menningarmálaráðherra á sinn fund til að ræða málefni grunn- og framhaldsskóla. Meðal þess sem rætt var um var þátttaka barna og ungmenna í ákvörðunartöku sem varðar þau sjálf í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Hópurinn vill t.d. að börn séu spurð álits þegar ræða á breytingar á samræmdum prófum og breytt einkunnakerfi. Einnig var rætt um umburðalyndi í skólum, einstaklingsmiðaða kennslu, lífsleikni og samræmingu á milli skóla.

Eftir að ráðgjafarhópurinn hafði lokið við að koma sínum punktum á framfæri bauð umboðsmaður barna fundarmönnum upp á súpu og brauð þar sem umræður héldu áfram. Fundurinn var afar gagnlegur fyrir alla aðila.

Sjá hér frétt um fundinn á vefsvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins

 Radgjafarhopur Og Radherra Jan 2013


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica